Umsókn og undirbúningur
Góður undirbúningur getur einfaldað uppsetningu á nýja vefnum þínum.
Fyrstu spurningarnar eru:
- Þarf vef?
- Er fólk að kalla eftir þessu efni?
Taktu saman öll helstu lykilatriðin sem skipta máli fyrir viðkomandi vef.
- Tilgangur vefsins
- Markhópur vefsins
- er fólk að biðja um þetta efni
- er búið að kanna áhuga á efninu
- Efni fyrir vefinn
- Er efni tilbúið
- Hver á að vinna efnið og fyrir hvaða tíma
- Myndir
- er leyfi fyrir þessum myndum
- eru gröf og teikningar
- Hver á vefslóð vefsins að vera _____.hi.is
- Útlit, framsetning, umgjörð fylgja hönnunarstaðli HÍ
- Ef víkja þarf frá staðli þarf að sækja um heimild til vefstjóra eða sviðsstjóra Markaðs- og samskipasviðs.
- Á vefurinn að vera settur upp af vefstofu?
- Passa að vefstofa skili vef þannig að auðvelt verði að uppfæra hann án þess að vefstofu njóti við.
- Gera þarf ítarlega kröfulýsingu ef vefur er unnin af utanaðkomandi aðilum
- Verður innihald vefsins að mestu stöðugt efni eða þarf að uppfæra efni reglulega
- Hvaða upplýsingar á að veita um umsjónarfólk og tengda aðila vefsins (myndir, nöfn, netföng, símanúmer o.fl.)?
Athugið að ekki er heimilt að birta nöfn nemenda á vefjum Háskóla Íslands nema með skriflegu leyfi nemenda. Leyfið á að varðveita og vera aðgengilegt komi upp ágreiningur.
Kíktu yfir þær vefeiningar sem er nú þegar tilbúnar.
Skissaðu upp helstu síður vefsins til þess að flýta fyrir innsetnigu efnis.
Smelltu hér til að skoða ýmsar tilbúnar vefeiningar sem eru í boði.
Hvaða efni á að vera á vefnum?
Safnaðu efninu saman og flokkaðu það í undirflokka leiðarkerfis.
Ef efnið er ekki tilbúið þarf að hefjast handa við gerð þess.
Hvað er fólk að koma til að gera:
- á þessum vef
- á hverri og einni síðu vefsins
Gott skipulag flýtir fyrir vefsmíðinni.
Dæmi um skipulag:
- Forsíða
- Aðalefni á forsíðu haft efst
- Minna mikilvægt efni haft í miðju
- Minnst mikilvægt efni haft í neðri hluta
- Hvaða aðrar síður eiga að vera á vefnum?
- Setja upp leiðarkerfi með flokkum il dæmis:
- rannsóknir
- greinar
- um okkur
- Setja upp leiðarkerfi með flokkum il dæmis:
- Hvernig á að miðla efni
- Texti
- Myndbönd
- Myndir
- Hljóðskrár
- Skjöl
- Er efnið tilbúið
Það er ekki skynsamlegt að skrifa efni beint á vef sem er í smíðum. Ef það gleymist að vista eða rafmagnið fer þá er efnið ekki lengur til staðar og byrja þarf skrifin upp á nýtt.
Síður eru notaðar undir stöðugt efni sem breytist lítið og líftími efnis er langur.
Þegar síða er sett upp þá hefur hún ákveðinn strúktúr.
- Aðalatriði fyrst
- Aukaatriði næst
- Ítarefni neðs
Við lok umfjöllunar leiðum notendur áfram með því að benda þeim á tengt efni sem við teljum þau vilja skoða líka eða tengist efni þessarar síðu.
Færslur
Færslur oftast notaðar undir efni sem á sem á sér ákveðinn líftíma.
Dæmi um færslu er til dæmis fréttir og viðburðir, skoðanir og umfjöllun miðað við ákveðinn tímapunkt eins og bloggfærsla.
Efni sem er deilt er á samfélagsmiðla eru oftast færslur.
Ef margir koma að vefsmíði er gott að halda utan um ábyrgð og hlutverk hvers og eins.
- Hver er verkefnastjóri vefsins?
- Hver/hverjir skrifa efnið fyrir vefinn?
- Hver/hverjir finna til myndir?
- Hver/hverjir framleiða teikningar, myndbönd, útskýringarmyndir og fleira sem á að vera á vefnum?
- Hver mun sinna áframhaldandi efnivinnslu vefsins?
- Hver uppfærir viðbætur og þemu vefsins?
Þegar þú ert fullviss um undirbúningi sé lokið og vefsmíðin geti hafist þá sendir þú inn umsókn um vef.
Smelltu hér til að senda inn umsókn um uppsetningu á vefsvæði.
Í athugasemdir er gott að setja eina línu um hvaða vefurinn á að innihalda og hvort efnið sé tilbúið. Vefstjóri metur umsóknina í samræmi við vefstefnu skólans. Ef vefur er samþykktur er grunnur settur upp og þú færð sendan tengil á vefinn til þess að skrá þig inn.
Fylgstu vel með póstinum þínum það er mögulegt að póstur frá Word Press kerfinu rati í ruslpóst en ekki í hefðbundið innhólf. Word Press vefir eru alla jafnan afgreiddir innan 14 daga frá beiðni.
Vefurinn kemur með þemu sem er sérvalin fyrir Háskóla Íslands. Ekki er heimilt að breyta þemu, letri og grunnlitum nema í undantekningartilvikum og að höfðu samráði við vefstjóra HÍ eða sviðsstjóra Markaðs- og samskiptasviðs.
Vefurinn kemur með helstu viðbótum sem þarf fyrir virkni hans. Umsjónarfólk vefsins ber ábyrgð á öllum aukaviðbótum sem er hlaðið niður.
Skoða þarf viðbætur með tilliti til öryggis áður en þær eru settar inn. Margar viðbætur hafa öryggisgalla sem auðvelda óprúttnum aðilum að hakka vefinn.
Athugaðu að þú hefur 3 mánuði til þess að ljúka uppsetningu vefsins frá afhendingu. Vefur sem er settur upp en ekkert unnið við er lokað án tilkynningar eftir þann tíma.
Hver uppsettur vefur felur í sér kostnað fyrir HÍ. Tryggjum góða nýtingu á þeim fjármunum sem HÍ hefur úr að spila.
Atriðin hér fyrir ofan tilheyrir allri forvinnunni á vefnum þínum, en svo tekur við öll vefvinnslan.