Einkenni:
T1 – Takki – blár með hvítu letri – blár texti, hvítur bakgrunnur
T2 – Texti – hvítur með bláu letri – hvítur texti, blár bakgrunnur

Að breyta titli í takka

Settu bendilinn yfir á svæðið takkanum sem þú vilt breyta, og þá á uppfærist stjórnborðið vinstra megin.
Þar sérðu reitinn Text, sem þú getur breytt textanum „Smelltu hér“ yfir í eitthvað annað sem passar betur.
Gott er að hafa titil takkans ekki of langan.
Að breyta vefslóð í takka
Í reitnum Link, skaltu setja vefslóðina sem þú vilt að opnist, þegar smellt er á takkann.
Þú getur einnig sett slóð inn á efni sem er nú þegar inn á vefnum þínum, með því að byrja að skrifa titill efnisins, og þá birtast nokkrir valmögulegar fyrir neðan, sem þú getur smellt á, og þá verður til hlekkur beint á viðkomandi efni.
Þegar hlekkur er búinn til að vefnum, þá er hann forstilltur þannig að þegar notandi smellir á hlekkinn á vefnum, þá opnast sú slóð í sama glugga og notandinn er á. Ef þú vilt hins vegar að það opnist nýr gluggi með slóðinni, þá þarftu að smella á litlu tannhjóls-táknmyndina sem er hægra megin við vefslóðar-reitinn, og haka í reitinn Open in new window. Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar verið er að benda á vefslóð sem tengist ekki vefnum þínum.
Mundu að smella á Update, neðst, til að vista breytingarnar.
Þú þarft að passa upp á að hlekkurinn sé í réttu sniði, og byrji alltaf á https:// eða http:// og svo restin af vefslóðinni beint á eftir því, dæmi: https://www.hi.is