M1 – Stakar myndir

Einkenni:
M1 – Stök mynd

Einfalt svæði til að birta myndir

Sýnishorn

Að uppfæra mynd

Settu bendilinn yfir á svæðið með titlinum sem þú vilt breyta, og smelltu á Edit táknmyndina sem birtist í hægra efra horninu.

Þá uppfærist stjórnborðið vinstra megin, þar sem þú sérð textasvæði þar sem þú getur breytt mynd og upplýsingum eins og þú vilt. 

Smelltu á myndina til að opna myndabanka umsjónarkerfisins. Þar getur þú valið (eða hlaðið inn) mynd sem þú vilt nota.

ATH!  Gott er að passa upp á að myndin sem er sett inn er ekki í of stórri upplausn (verður að vera í 72 punkta upplausn, og ekki  vera þyngri en 500 kb (0,5 mb) – því annars er möguleiki á að myndin birtist ekki rétt.

Ef þú vilt hafa tengil á myndinni (þannig að notandi vefsins geti smellt á myndina og látið nýja staðsetningu/síðu opnast á vefnum, þá getur þú stillt Link reitinn á Custom URL, og sett þar inn tengil/slóð sem byrjar á https://

Ef þú vilt að síðan sem opnast, muni opnast í nýjum glugga (flipa) án þess að loka þeirri síðu sem notandinn var staddur á, þá skaltu haka við reitinn Open in new window.

Mundu að smella á Update, neðst, til að vista breytingarnar.

Myndir sem eru eru notaðar á vefsíðum þurfa að vera vistaðar í 72 punkta upplausn. Það er yfirleitt sjálfkrafa vistað í þeirri upplausn, en hágæðamyndir sem koma beint úr myndavél, eða frá prentsmiðju.