Færslu sem þessa þarf ekki að sýsla með í Elementor nema ef fólki finnst það þægilegra eða setja á forsniðnar vefeiningar inn á færslurna. Alla jafna eru færslur samt hafðar sem textafærslur með eða án mynda. Það er hægt að nota ritþórinn beint á svæðinu sem þú sérð um leið og færsla er búin til. Í vinnsluham ertu með stjórnborð vefsins í vinstri stiku en stillingar færslunnar i hægri dálki.
Hliðarstikan hægra megin
Stillingar eiga eingöngu við þessa færslu.
- Birta á vef – möguleiki á að hafa færslu birta eða jafnvel stilla birtingu fram í tíma. 
- SEO Analysis og Readability analysis – hjálplegt fyrir leitarvélar ef við náum grænu á bæði
 
- Flokkar – það er hægt að flokka færslur til dæmis í greinar, fréttir, viðburðir
- Efnisorð – það er hægt að setja efnisorð á færslur þannig að það sé hægt að kalla fram allar greinar með ákveðnu efnisorði
- Eigindi færslu – mögulegt að búa til mismunandi sniðmát fyrir færslur
- Feature image – myndin sem á að birtast með færslunni
Miðsvæði
Undir ritþór kemur Yoast SEO sem þú getur nýtt þér til þess að hjálpa leitarvélum að finna efnið þitt. Það getur verið erfitt að fá SEO á grænan lit. Það frekar auðvelt að ná Readability á grænan. Efni sem sett er upp á læsilegan hátt með frekar stuttum setningum, stuttum málsgeinum, millifyrirsögnum sem brjóta upp texta og punktalistum í stað upptalningar uppfylla skilyrði um auðveldan lestur.
Seinasta setningin er viljandi gerð löng. Betra væri að umorða þá setningu og setja upp á annan hátt.
Dæmi:
Til að efni sé auðlesið er gott að hafa:
- stuttar setningar (um það bil 20 orð)
- málsgreinar stuttar (5 linur)
- millifyrirsagnir sem brjóta upp texta
- punktalista fyrir upptalningar
 
								