Einkenni:
G1 og G2 – Myndagallerý/albúm
Tvær týpur í boði:
- Justified – stærðir mynda í yfirliti aðlagast og raðast lárétt
- Masonry (stærðir mynda í yfirliti aðlagast og raðast lóðrétt
Sýnishorn
Að uppfæra myndband
Settu bendilinn yfir á svæðið með myndbandinu sem þú vilt breyta, og smelltu á Edit táknmyndina sem birtist í hægra efra horninu.
Þá uppfærist stjórnborðið vinstra megin, þar sem þú sérð textasvæði þar sem þú getur breytt um myndband.
Þú sérð þarna smágert yfirlit myndanna sem hafa verið valdar til að birtast í myndagallerýinu / albúminu.
Þú getur smellt á það til að opna stærra yfirlit.

Þar getur þú breytt röð á myndunum (með því að draga þær með músarbendlinum í þá röð sem þú vilt) eða smella á X til að eyða mynd úr albúminu.
Til þess að bæta við fleiri myndum í albúmið, getur þú smellt á Bæta við myndasafn hlekkinn til að opna myndabanka vefumsjónarkerfisins, þar sem þú getur fundið og valið aðrar myndir úr myndabankanum, eða jafnvel sótt fleiri myndir úr tölvunni þinni.
ATH! Passa þarf upp á að myndir sem er settar inn er ekki í of stórri upplausn (verður að vera í 72 punkta upplausn, og ekki vera þyngri en 500 kb (0,5 mb) – því annars er möguleiki á að þær birtist ekki rétt.
Mundu að smella á Update, neðst, til að vista breytingarnar.
Allar myndir sem eru notaðar á vefsíðum þurfa að vera vistaðar í 72 punkta upplausn. Flestar eru það sjálfkrafa, nema ef koma beint úr myndavél sem still hefur verið á stærri upplausn, eða frá prentsmiðju.