V1 – Myndbönd

Einkenni:
V1 – Myndbönd

Einfalt svæði til að birta myndbönd (frá YouTube eða Vimeo)

Sýnishorn

Að uppfæra myndband

Settu bendilinn yfir á svæðið með myndbandinu sem þú vilt breyta, og smelltu á Edit táknmyndina sem birtist í hægra efra horninu.

Þá uppfærist stjórnborðið vinstra megin, þar sem þú sérð textasvæði þar sem þú getur breytt um myndband.

 

Þú sérð þarna reitinn Source. Þar getur þú valið hvaðan þú ert að deila myndbandinu, t.d. YouTube eða Vimeo (sem er mun betra og áreiðanlegra heldur en að vista mjög stórt myndbandsskjal á þínu eigin vefkerfi, þar sem það yrði bæði allt of plássfrekt, og myndi líka valda óþarfa álagi á vefsíðuna (og tölvukerfið sem hýsir vefinn).

Í Link reitinn þar fyrir neðan, þar setur þú tengilinn (vefslóðina) á myndbandið þaðan sem þú ert að taka það.

Slóðin þarf að byrja á https://

Mundu að smella á Update, neðst, til að vista breytingarnar.

Þegar myndbönd eru birt á vefsíðu er altaf best að setja þau fyrst inn á video-deilingar-þjónustu (t.d. YouTube eða Vimeo) sem eru sérhæfð til þess að spila myndbönd, og deila myndbandinu svo þaðan - til að tryggja að spilunin geti virkað sem best fyrir notanda vefsins.