S1 – Starfsfólk – myndabox með texta

Einkenni:
S1 – Starfsfólk – myndabox með texta

Stílhrein framsetning til að sýna starfsfólk, teymi eða þátttakendur verkefnis.

Nafn, titill, tengingar í samfélagsmiðla og gluggi með nánari upplýsingum þegar smellt á viðkomandi aðila.

Sýnishorn

Að breyta um mynd, nafn og starfstitil

Settu bendilinn yfir á svæðið með titlinum sem þú vilt breyta, og smelltu á Edit táknmyndina sem birtist í hægra efra horninu.

Þá uppfærist stjórnborðið vinstra megin, þar sem þú sérð textasvæði þar sem þú getur breytt mynd og upplýsingum eins og þú vilt. 

Smelltu á myndina til að opna myndabanka umsjónarkerfisins. Þar getur þú valið (eða hlaðið inn) mynd sem þú vilt nota.

ATH! Það passar best að notast við myndir sem eru ferkantaðar (sama stærð á hæð og breidd) og að andlit sé fyrir miðju (og ekki of mikil nærmynd) svo það passi sem best í þessa framsetningu. Einnig þarf að passa að myndin sem er sett inn er ekki í of stórri upplausn (verður að vera í 72 punkta upplausn, og ekki  vera þyngri en 500 kb (0,5 mb) – því annars er möguleiki á að myndin birtist ekki rétt.

Í reitina fyrir neðan sérðu hvar þú getur uppfært nafnið og starfstitilinn.

Setja inn tengla á samfélagsmiðla

Í stjórnsvæðinu neðan við það sem er fjallað um hér að ofan (mynd, nafn, starfstitill), þar sérðu „Social Profiles“ sem þú getur smellt á til þess að stækka, og sjá þar lista yfir tenglana fyrir samfélagsmiðla. Þú getur smellt á hvern og einn tengil, og sett inn réttan tengil/slóð sem byrjar á https://
Þú getur einnig smellt á X til þess að eyða tengli.

Ef þú vilt ekki hafa neinn tengil á samfélagsmiðil sýnilegan, þá getur þú smellt á stillinguna hjá Display Social Profile – úr Show yfir í Hide.

Setja inn nánari upplýsingar

Í stjórnsvæðinu neðan við það sem er fjallað um hér að ofan (tenglar á samfélagsmiðla), þar sérðu „Pop Up Details“ sem þú getur smellt á til þess að stækka, og sjá þar reiti þar sem þú getur sett inn texta, símanúmer og netfang. Þessar upplýsingar birtast í litlum glugga sem opnast þegar/ef notandi vefsins smellir á „nafnspjald“ viðkomandi aðila á vefnum. Þú getur sleppt þeim upplýsingum sem þú vilt ekki sýna (t.d. símanúmer eða netfang).

Ef þú vilt síður að þessi uppsprettigluggi birtist, þá getur þú stillt á No í stillingunni Show Popup.

Mundu að smella á Update, neðst, til að vista breytingarnar.

Auðvelt að taka út tengla fyrir samfélagsmiðla, ef viðkomandi er ekki með sumt virkt hjá sér eða vill ekki sýna það.