Einkenni:
L1 – Tenglasafn
Góð leið til að safna saman og sýna tengingar við gögn og/eða aðrar vefsíður.
Tilbúið fyrir tengla-yfirlit í 4 dálkum með titlum.
Að breyta titli í dálk
Settu bendilinn yfir á svæðið með titlinum sem þú vilt breyta, og smelltu á Edit táknmyndina sem birtist í hægra efra horninu.

Þá uppfærist stjórnborðið vinstra megin, þar sem þú sérð textasvæði þar sem þú getur breytt textanum eins og þú vilt.
Að vinna með tengla tengli
Settu bendilinn yfir á svæðið með tenglunum sem þú vilt breyta, og smelltu á Edit táknmyndina sem birtist í hægra efra horninu.
Þá uppfærist stjórnborðið vinstra megin, þar sem þú sérð tenglana í lista sem þú getur opnað stjórnsvæði fyrir hvern og inn (með því að smella á titil viðkomandi hlekks) og þá breytt titli og slóð tengilsins í það sem þú vilt.
Sjá dæmi hér til hliðar sem sem „Hlekkur 2“ var uppfært með titlinum Vefsíða HÍ, og slóðinni var breytt í https://www.hi.is
Ef þú vilt eyða tengla, skaltu smella á X táknmyndina hjá viðkomandi tengli.
Ef þú vilt bæta við nýjum tengli í listann, skaltu smella á Add Item hnappinn fyrir neðan listann.
Að fækka dálkum
Ef þú þarft ekki heila 4 dálka til að sýna tengla, þá getur þú fækkað dálkunum í þessari vefeiningu.
Ef þú vilt taka út innihald dálk-svæðis (til þess að halda skipulagi uppröðun eftirlifandi dálka) þá skaltu smella bendlinum á EDIT-táknmynd hvers svæðis sem þú vilt taka út (Titill, og Tenglakassinn), hægri-smella, og velja Delete/Eyða. 
Mundu að smella á Update, neðst, til að vista breytingarnar.
Þú vilt gæta þess að heiti titlana sé ekki of langt, svo sjónræn framsetning haldist í góðu skipulagi